Orkuspá Íslands 2025 - 2050
Háspá
Orkuspá Íslands er samstarfsverkefni Landsnets, Raforkueftirlitsins og Umhverfis- og orkustofnunar.
Sviðsmyndir
Efst á þessari síðu er hægt að velja á milli þessara sviðsmynda og uppfærast niðurstöður Orkuspárinnar samhliða því.
Grunnspá
Í grunnspá er litið til hóflegs vaxtar í umsvifum og núverandi þróunar í orkuskiptum (e. business as usual). Staðfest áform um verkefni og aðgerðir eru teknar inn í grunnspá. Miðað er við miðspá í mannfjölda og komu ferðamanna. Vöxtur stórnotkunar í grunnspá fylgir svipuðum vexti og undanfarin ár.
Niðurstaða spárinnar er að þessi sviðsmynd tryggir ekki að Ísland nái markmiðum sínum um orkuskipti eða loftslagsmarkmiðum.
Háspá
Í háspá er gert ráð fyrir auknum umsvifum í stórnotkun og miðað við háspár um mannfjölda og komu ferðamanna. Í sviðsmyndinni er gert ráð fyrir hraðari orkuskiptum. Aukin umsvif í spánni verða í stórnotkun meðal annars með vexti í matvælaiðnaði, gagnaversiðnaði og rafeldsneytisframleiðslu.
Í þessari sviðsmynd er Ísland nær loftslagsmarkmiðum og markmiðum um orkuskipti. Aukin umsvif í sviðsmyndinni styðja við aukinn hagvöxt.
Framboð raforku og eftirspurn
Takmarkað svigrúm er til að mæta tækifærum í aukinni iðnaðarframleiðslu og markmiðum um orkuskipti með innlendu orkuframboði. Taka verður fram að myndin hér að ofan sýnir aðeins stöðuna í góðum vatnsárum og tekur ekki tillit til takmarkana í flutningskerfinu.
Notkun jarðefnaeldsneytis
Notkun jarðefnaeldsneytis minnkar þegar líður á spátímabilið. Við lok tímabilsins einskorðast innlend notkun við fiskiskip bæði í grunnspá og háspá. Millilandanotkun er áfram töluverð og mun stýrast að miklu leyti af þróun í millilandaflugi og fjölda ferðamanna.
Raforkuþörf vegna orkuskipta
Megnið af raforku ætluð í orkuskipti í grunnspá er notkun rafbíla. Í háspá fer stærstur hluti raforkunotkunar vegna orkuskipta í framleiðslu á rafeldsneyti, bæði til nota og útflutnings.
Heildarorkunotkun á Íslandi
Heildarorkunotkun Íslendinga eykst út spátímabilið samhliða fólksfjölgun og auknum umsvifum atvinnulífsins. Samsetning orkunnar breytist þó mikið, orkunýtni batnar og dregst olíunotkun sér í lagi saman.
Endurnýjanlegir orkugjafar sem hlutfall heildarorkunotkunar
Ísland er í sérstöðu þegar kemur að notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Notkun jarðefnaeldsneytis hefur stýrt hlutfallinu til þessa, en með vaxandi orkuskiptum er gert ráð fyrir að það hækki úr 74% í 96% í lok spátímabilsins. Hlutfallið fór í 82% árið 2020 vegna minni umferðar og flugs í tengslum við COVID-19 faraldurinn.
Almennar forsendur
Veldu tengilinn hér fyrir neðan fyrir raforkuspá.