Raforkuspá Íslands 2025 - 2050

Háspá

Orkuspáin er samstarfsverkefni Landsnets, Raforkueftirlitsins og Umhverfis- og orkustofnunar.

Helstu niðurstöður um raforku

Almenn raforkunotkun er að vaxa hægar en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þar veldur helst betri orkunýting, hægari orkuskipti og færsla á landeldi yfir í stórnotkun.

Stórnotkun í hægari vexti en í seinustu spám bæði Orkustofnunar (nú Umhverfis- og orkustofnunar) og Landsnets. 


Framboð raforku og eftirspurn

Framboð raforku og eftirspurn – mynd

Framboð er í hægum vexti og sett fram með fyrirvara um óvissu vegna leyfisveitinga – enn óvissa um vindorku. Tvísýnt um hvort framboð mæti eftirspurn til 2030. Myndin tekur hvorki tillit til takmarkana í flutningskerfinu né slæmra vatnsára.

Mögulegt nýtt framboð og eftirspurn fram til ársins 2030

Framboð raforku og eftirspurn – mynd

Framboð er í hægum vexti. Tvísýnt um hvort framboð mæti eftirspurn til 2030. Lítið svigrúm til vaxtar. 


Söguleg og spáð breyting á almennri notkun frá 2005 til 2050

Söguleg og spáð breyting á almennri notkun frá 2005 til 2051 – mynd

Sögulega voru helstu breytingar á orkusamsetningu í almennum iðnaði og meiri notkun á heimilum og í þjónustu. Breyting á grunnspá og háspá er mest vegna rafbílavæðingar og stöðugrar aukningar heimila og þjónustu í samræmi við mannfjöldaspá og ferðamannaspá.


Raforkunotkun stórnotenda árin 2005 til 2050

Raforkunotkun stórnotenda árin 2005 til 2051 – mynd

Óstöðugt alþjóðlegt umhverfi og slæm vatnsár draga dilk á eftir sér. Óvissa á alþjóðamörkuðum veldur töluvert meiri óvissu í flokknum en undanfarin ár.  


Skipting stórnotkunar árin 2025 og 2050

Skipting stórnotkunar árin 2025 og 2051 – mynd

Samsetning stórnotkunar breytist næstu árin. Vöxtur í matvælaiðnaði og gagnaversiðnaði ásamt rafeldsneytisframleiðslu mun breyta hlutföllum í samsetningu stórnotkunar á Íslandi 

Rafeldsneyti kemur seinna inn og í minna magni en í seinustu spám.


Sjá má þróun heildarraforkunotkunar hér að neðan.


Raforkunotkunarflokkar

Raforkuvinnsla eftir notkunarflokkum – mynd

Almennar forsendur

Almennar forsendur – mynd

Nánari upplýsingar

Finna má nánari upplýsingar um notkunarflokka, framboðsspá og samanburð við fyrri útgáfur í kynningunni.


Veldu tengilinn hér fyrir neðan fyrir orkuskiptaspá.